Sveppagaldrar í SveppaborgSveppagaldrar í Sveppaborg (franska: Il y a un sorcier à Champignac) er önnur Svals og Vals-bókin og fyrsta sagan í fullri lengd. Höfundur hennar var Franquin. Sagan birtist í teiknimyndablaðinu Sval 1950-51 en kom út á bókarformi árið 1951. Íslensk útgáfa kom út árið 2017 hjá Froski útgáfu. SöguþráðurSvalur og Valur bregða sér í útilegu í námunda við hina friðsælu Sveppaborg. Þegar þangað er komið uppgötva þeir að undarlegir hlutir eru á seyði: skepnur bænda hríðhorast eða vaxa með ógnarhraða og fólk fellur í fastasvefn. Oftar en ekki finnast torkennilegir sveppir á vettvangi. Reiði bæjarbúa beinist að sígauna nokkrum, sem er sakaður um að vera göldróttur. Svalur og Valur efast þó um sekt hans. Í námunda við bæinn er dularfullt setur sérviturs greifa. Greifinn rænir Val og framkvæmir á honum tilraunir. Valur öðlast tímabundna ofurkrafta og frelsar sígaunann úr klóm reiðs múgsins. Sveppagreifinn biðst afsökunar á ónæðinu sem tilraunir hans hafa valdið og lofar að bæta skaðann. Skömmu síðar lesa Svalur og Valur um aldraðan íþróttamann sem sigri í hverju mótinu á fætur öðru. Grunur þeirra er fljótlega staðfestur: greifinn hefur þróað sveppalyf sem gefur honum ofurkrafta. Með því að keppa á íþróttamótum hyggst hann safna peningum til að standa undir rannsóknum sínum. Smáglæpamaður kemst á snoðir um töfralyfið. Hann stelur því og gerist stórtækur ræningi með ofurkrafta. Að lokum dvína þó áhrif lyfsins og Svalur og Valur koma honum í hendur lögreglu. Fróðleiksmolar
ÚtgáfuupplýsingarSveppagaldrar í Sveppaborg var gefin út af Froski útgáfu árið 2017. Jean Antoine Posocco, eigandi útgáfunnar, sá um uppsetningu og handskrift. Auður S. Arndal er skráð fyrir íslenskri þýðingu. Information related to Sveppagaldrar í Sveppaborg |
Portal di Ensiklopedia Dunia