Robert A. KasterRobert A. Kaster (fæddur 6. febrúar 1948 í New York borg) er bandarískur fornfræðingur, prófessor í fornfræði og „Kennedy foundation professor“ í latínu og latneskum bókmenntum við Princeton-háskóla. Menntun og störfKaster lauk A.B. gráðu í fornfræði frá Dartmouth College árið 1969. Hann stundaði framhaldsnám í fornfræði við Harvard-háskóla og lauk þaðan M.A. gráðu árið 1971 og doktorsgráðu árið 1975. Doktorsritgerð Kasters fjallaði um handritageymd Eneasarkviðu Virgils á 9. öld. Kaster kenndi klassísk fræði við Harvard-háskóla árin 1972-73 og við Colby College árin 1973-74. Árið 1975 varð hann assistant professor (lektor) við University of Chicago. Hann varð associate professor (dósent) 1982 og prófessor árið 1989. Hann kenndi við háskólann í Chicago til ársins 1997, síðasta árið sem „Avalon Foundation Distinguished Service Professor in the Humanities“. Árið 1997 varð Kaster prófessor í fornfræði og „Kennedy Foundation Professor“ í latínu og latneskum bókmenntum við Princeton-háskóla. Kaster hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir störf sín, m.a. John Simon Guggenheim Memorial Foundation Fellowship 1991-92 og Charles J. Goodwin Award of Merit (veitt af American Philological Association) 1991 fyrir bók sína Guardians of Language. Helstu rit
Heimild„Vefsíða Kasters“. Sótt 14. maí 2006. Information related to Robert A. Kaster |
Portal di Ensiklopedia Dunia