Harry BelafonteHarry Belafonte (fæddur Harold George Belafonte 1. mars 1927 – 25. apríl 2023) var jamaík-bandarískur söngvari og leikari. Hann er einkum þekktur fyrir að koma karabísku calypso-tónlistinni á kortið á 6. og 7 áratug síðustu aldar. Auk þess hefur hann sungið ballöður, vísur, negrasálma með sinni mjúku röddu. Þá hefur Belafonte nýtt frægð sína til að berjast fyrir mannréttindum. FerillHarry Belafonte er hugsanlega þekktastur fyrir flutning sinn á laginu Banana Boat Song sem Alan Arkin samdi. Þá sló hann í gegn með breiðskífunni Calypso (1956) en hún var fyrsta breiðskífa sem seldist í meira en milljón eintökum. Þá varð hann fyrsti bandaríski blökkumaðurinn sem hreppir Emmy-verðlaunin fyrir fyrsta sjónvarpsþátt sinn; „tonight with Belafonte“. Á árunum 1935-1939 bjó Harry hjá móður sinni í heimalandinu Jamaíka. Seinna stundaði hann nám við George Washington High School í New York-borg en eftir námið hélt hann til herskyldu í bandaríska sjóhernum; á þeim tíma stóð seinni heimsstyrjöldin hvað hæst. Við lok 5. áratugarins lagði hann fyrir sig leiklistarnám og í framhaldi kom hann fram á fjölum ólíkra leikhúsa. Hann hlaut Tony-verðlaunin fyrir leik sinn í söngleiknum Almanac. Auk þess að hafa sungið inn á fjöldann allan af plötum hefur Harry Belafonte haldið tónleika, leikið í leikritum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Árið 2000 hlaut hann Grammy Lifetime Achievement Award fyrir framlag sitt til plötuútgáfu. Þá hefur hann fengið stjörnu á Hollywood Walk of Fame. Á 7. áratugnum var Belafonte náin samstarfsmaður Martin Luther King jr. og veitti meðal annars fé í mannréttindabaráttu King. Síðar hefur Belafonte verið útnefndur mannréttindafrömuður hjá UNICEF. Á síðustu árum hefur hann verið andstæðingur bandarísku utanríkistefnunnar. Belafonte lést úr hjartaáfalli þann 25. apríl árið 2023.[1] Annað
Plötuútgáfur
Tenglar
Tilvísanir
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Harry Belafonte. Information related to Harry Belafonte |
Portal di Ensiklopedia Dunia