E. T. A. HoffmannErnst Theodor Wilhelm Hoffmann (24. janúar 1776 – 25. júní 1822), þekktari undir höfundarnafninu E. T. A. Hoffmann (Ernst Theodor Amadeus Hoffmann), var þýskur höfundur ævintýra og hrollvekja. Hann starfaði auk þess sem lögfræðingur, tónskáld, tónlistargagnrýnandi og skopteiknari. Óperan Ævintýri Hoffmanns eftir Jacques Offenbach er byggð á sögum hans en Hoffman er söguhetja í þeirri óperu. Hoffman er höfundur sögunnar Hnotubrjóturinn og músakóngurinn en á þeirri sögu er hinn frægi ballett Hnotubrjóturinn byggður. Ballettinn Coppélia er byggður á tveimur öðrum sögum eftir Hoffmann og Kreisleriana eftir Schumann er byggð á sögupersónu í verkum Hoffmanns. Sögur Hoffmanns voru mjög vinsælar á 19. öld og hann var einn af aðalhöfundum rómantísku stefnunnar. Frekari fróðleikur
Information related to E. T. A. Hoffmann |
Portal di Ensiklopedia Dunia